Sérfræðistörf

Verkefnastjóri - Landgræðsla ríkisins - Hella - 201704/660

4/4/2017

Landgræðsla ríkisins

 

Landgræðslan - mat á gróðurauðlindum.  Umsóknarfrestur framlengdur.
Verkefnastjóri

Landgræðsla ríkisins er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum um varnir gegn landbroti nr. 91/2002. Stofnunin hefur höfuðstöðvar í Gunnarsholti en er auk þess með starfsstöðvar á Egilsstöðum, Húsavík, Sauðárkróki, Hvanneyri og í Reykjavík.

Landgræðsla ríkisins óskar eftir verkefnisstjóra með starfsstöð í Gunnarsholti til að stýra nýju umfangsmiklu verkefni um mat og vöktun á gróðurauðlindum landsins. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og gera grein fyrir breytingum þar á. Hins vegar að þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna í samkomulagi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðaneytisins, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sauðfjárbænda, sjá nánar á vef Landgræðslunnar (http://land.is/2017/03/14/aaetlun-um-mat-a-groduraudlindum/).

Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst þróunarvinna, verkstjórn, skipulag, framkvæmd og samskipti við vísindamenn og hagsmunaaðila. Verkefnisstjóri mun, ásamt teymi innan Landgræðslunnar, bera ábyrgð á framgangi verkefnisins. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við faghóp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað.

Hæfnikröfur
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, færni í teymisvinnu, aðlögunarhæfni og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
- Meistaragráða á sviði umhverfismála og/eða náttúruvísinda.
- Þekking á landupplýsingakerfum er kostur.
- Reynsla af vinnu við mælingar á gróðri er kostur.
- Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af mati á landgæðum og þekki til beitarmála.
- Góð íslensku- og ensku kunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn skal fylla út og senda rafrænt, ferilskrá og afriti af prófskírteini skal fylgja. Einnig má senda umsókn til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Landgræðslan - laus störf  

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.04.2017. Framlegdur til 27.04.2017.

Nánari upplýsingar veitir
Árni Bragason landgræðslustjóri arni.bragason@land.is

Sigurbjörg B. Ólafsdóttir starfsmannastjóri sigurbjorg@land.is  

sími 488 3000

Smelltu hér til að sækja um starfið